Enski boltinn

Boro skortir metnað

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Yakubu hjá Everton gagnrýnir fyrrum félaga sína hjá Middlesbrough harðlega og segir félagið skorta metnað til að ná árangri í ensku úrvalsdeildinni.

Nígeríumaðurinn lék í tvö ár með Boro áður en hann gekk í raðir Everton fyrir rúmar 11 milljónir punda í sumar. Hann segist hafa farið frá Boro vegna metnaðarleysis félagsins.

"Þegar ég ákvað að fara frá Portsmouth til Boro á sínum tíma var það af því ég sá að félagið hafði metnað til að ná árangri, en ég sé ekki þennan sama metnað í dag. Með fullri virðingu fyrir leikmönnum liðsins, er Boro ekki metnaðarfullur klúbbur og því varð ég að fara annað," sagði Yakubu.

"Það er metnaður hjá Everton og hérna erum við að eltast við að vinna bikara. Ég fór frá Boro á réttum tíma og sé alls ekki eftir því," sagði markahrókurinn í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×