Enski boltinn

Hughes neitaði tilboði Sunderland í Savage

NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes, stjóri Blackburn, neitaði kauptilboði Sunderland í miðjumanninn Robbie Savage, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi verið úti í kuldanum að undanförnu.

Hinn 33 ára gamli Savage hefur ekki komið við sögu í síðustu þremur leikjum hjá Blackburn, en Hughes vill fá meira fyrir landa sinn ef hann á að selja hann.

"Við höfum sett ákveðinn verðmiða á Robbie og þeim kröfum hefur enn ekki verið mætt í tilboðum sem í hann hafa borist, svo við verðum bara að bíða og sjá," sagði Hughes.

Roy Keane hefur neitað að hafa gert formlegt tilboð í Savage, en segist fullviss um að landa nýjum leikmanni á næstu tveimur sólarhringum - jafnvel tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×