Innlent

Engin frekari rannsókn á fráfalli piltsins

Lögreglan segir að svo virðist sem ekkert saknæmt sé í tengslum við fráfall piltsins sem leitað var að í allan gærdag en hann fannst látinn á níunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er rannsókn málsins lokið.

Á fjórða hundrað björgunarsveitarmanna tók þátt í leitinni á svæðinu í kringum Elliðaárnar í fyrrinótt og gær og þegar mest var leituðu um 250 manns piltsins. Kafarar fundu líkið skammt frá smábátahöfn Snarfara í gærkvöld.

Pilturinn hét Jakob Hrafn Höskuldsson og var 19 ára gamall. Hann var til heimilis að Bröndukvísl 14 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×