Innlent

Pilturinn sem leitað var að fannst látinn

Lík piltsins, sem leitað var á höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrrinótt, fannst í Elliðavogi, skammt frá smábátahöfn Snarfara á níunda tímanum í gærkvöldi.

Það voru kafarar sem fundu líkið, en um 150 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni, sem beindist að svæðinu í kring um Elliðaár og hverfum þar í kring.

Pilturinn, Jakob Hrafn Höskuldsson, var 19 ára, til heimilis að Bröndukvísl 14 í Reykjavík. Rannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur engar upplýsingar gefið um líkfundinn, eða um nánari rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×