Fjórir leikir í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2008 15:15 Heskey gæti leikið með Wigan í kvöld gegn sínu fyrrum félagi. Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Liverpool og Wigan verður í beinni á Sýn 2 en aðrir leikir sýndir á hliðarrásum. 19:45 Newcastle - Manchester City Frestaður leikur úr níundu umferð. Alan Smith, fyrirliði Newcastle, er mjög tæpur fyrir þennan leik en líklegra er að Michael Owen verði tilbúinn í slaginn. Joey Barton er hinsvegar enn bak við lás og slá og leikur ekki í kvöld. Hjá City verður Elano líklega á bekknum. Michael Johnson verður fjarri góðu gamni en Emile Mpenza gæti snúið aftur eftir meiðsli. „Það er frábært að fá Owen aftur. Við höfum farið illa með mörg mjög góð færi í síðustu leikjum en Owen er leikmaður sem skorar úr þeim. Það eru engir landsleikir á næstunni svo vonandi finnur hann sitt gamla form sem fyrst og fer að skora mörk," segir Sam Allardyce, stjóri Newcastle. 20:00 Liverpool - WiganAlgjör skyldusigur fyrir Liverpool. Peter Crouch snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Sami Hyypia er enn frá vegna meiðsla og ólíklegt að hinn danski Daniel Agger sé tilbúinn í slaginn þó það styttist í það. Alvaro Arbeloa verður líklega í hjarta varnarinnar í kvöld. Emile Heskey gæti snúið aftur í lið Wigan eftir meiðsli og leikið gegn sínum gömlu félögum. Heskey lék ekkert um hátíðarnar vegna ökklameiðsla. Jason Koumas ætti einnig að vera orðinn leikfær. „Þetta verður ekki auðveldur leikur. Steve Bruce er klókur knattspyrnustjóri. Lið hans er í erfiðri stöðu en hann kann að ná því besta út úr sínu liði," sefir Rafael Benítez, stjóri Liverpool. 20:00 Blackburn - SunderlandMark Hughes, stjóri Blackburn, vonast til þess að Steven Reid verði orðinn leikfær en hann gat ekki leikið með gegn Derby vegna meiðsla. Christopher Samba verður líklega ekki með þar sem hann fær frí til að vera viðstaddur fæðingu síns fyrsta barns. Hjá Sunderland er Ross Wallace tæpur þar sem hann er að glíma við meiðsli. Nyron Nosworthy og Russell Anderson eru á batavegi en það er hinsvegar enn nokkuð í að Carlos Edwards snúi aftur. „Það er mikilvægt að við skorum á undan í þessum leik. Ef við lendum undir og eltumst við að reyna að jafna gæti þetta verið erfitt. Það er mun betra að ná forystu og hafa þannig stjórn á leiknum," segir Mark Hughes. 20:00 Bolton - DerbyNicky Hunt er enn að glíma við meiðsli og ólíklegt að Bolton fái að njóta krafta hans í kvöld. Bolton hefur gengið vel á heimavelli í síðustu leikjum og er mun sigurstranglegra liðið í þessum leik. „Öll lið sem ná að afreka eitthvað hafa sterkan heimavöll. Ef við náum líka í stig á útivöllum þá förum við að klífa upp töfluna. Meðan það gengur svona illa er þá mikilvægt að við séum að vinna leiki heima fyrir," segir Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira