Innlent

Reyk frá Ægissíðubrennu lagði alla leið út á Granda

Óvenju mikinn reyk lagði frá brennunni á Ægissíðu í gærkvöldi og um tima áttu ökumenn í erfiðleikum vegna lélegs skyggnis.

Reykinn lagði norðvestur yfir Vesturbæinn og alla leið út á Granda. Samkvæmt upplysingum slökkviliðsis leikur þó ekki grunur á að óprúttnir menn hafi losað sig við hættuleg efni í köstinn til að spara sér förgunarkostnað, eins og dæmi eru um.

Hins vegar getur skipt sköpum hvernig kösturinn er hlaðinn og hvort raki er í efninu eða ekki, en uppistaðan í kestinum var vörubretti og grenitré. Allt fór þó vel við brennuna á Ægisíðunni eins og annars staðar á höfuðborgasvæðinu og þrátt fyrir mikið af skoteldum er ekki viðtað um slys eða óhöpp.

Slökkviliðið var hins vegar kallað níu sinnum út í gærkvöldi og fram á nótt vegna elda hér og þar um borðgina. Hvergi hlaust alvarlegt tjón og engum varð meint af. Grunur leikur á að í nokkurm þessum tilvika hafi verið kveikt í en engin hefur verið handtekinn vegna þessara mála og engin sérstakur liggur undir grun, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×