Enski boltinn

Sissoko til Juventus?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mohamed Sissoko er úti í kuldanum hjá Liverpool og gæti farið í hitann á Ítalíu.
Mohamed Sissoko er úti í kuldanum hjá Liverpool og gæti farið í hitann á Ítalíu.

Juventus hefur mikinn áhuga á miðjumanninum Mohamed Sissoko hjá Liverpool. Ítalska liðið er talið tilbúið til að borga sjö milljónir punda fyrir leikmanninn.

Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, hefur sagt að Sissoko hafi verið fyrsti kostur félagsins síðasta sumar. Þar sem þeim mistókst að fá hann voru Sergio Almiron og Tiago Mendes keyptir en hvorugur hefur staðið undir væntingum.

Verðmiðinn sem Liverpool setti á Sissoko er níu milljónir punda en hinsvegar er talið líklegt að félögin sættist á sjö. Sissoko hefur lýst því yfir að hann sé óánægður með stöðu sína á Anfield.

Einhverjar líkur eru á því að gerður verði skiptisamningur og Jonathan Zebina fari til Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×