Enski boltinn

Eiður orðaður við Newcastle og Man City

AFP

Bresku blöðin eru full af slúðri í kring um opnun janúargluggans og þau eru mörg á því að Eiður Smári Guðjohnsen sé efstur á óskalista Sam Allardyce hjá Newcastle. Þá hefur Eiður einnig verið orðaður við Manchester City.

The Sun segir að Allardyce hafi farið þess á leit við eiganda Newcastle að hann opni budduna til leikmannakaupa í janúar og blaðið segir félagið tilbúið að greiða 6 milljónir punda fyrir Eið Smára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×