Enski boltinn

Mascherano vill svör frá Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano vill fara að fá svör um framtíð sína frá forráðamönnum Liverpool en 18 mánaða lánssamningur hans frá West Ham rennur út í sumar.

Liverpool hefur forkaupsrétt á honum fyrir 17 milljónir punda en Mascherano segir að nú vinni tíminn gegn sér. "Þetta er einfalt. Það gerist æ erfiðara fyrir mig að vera hérna áfram af því ég þarf að fá að vita hvað verður um mig í nánustu framtíð. Ég hef gert allt sem ég gat til að fá að vera hér áfram en eigendur félagsins þurfa að fara gera það upp við sig hvort þeir vilja halda mér eða ekki. Ég get lítið gert í þessu, þetta er allt í þeirra höndum," sagði Argentínumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×