Enski boltinn

Chelsea á eftir Berbatov?

NordicPhotos/GettyImages

Bresku blöðin eru nú búin að koma af stað verðstríði milli stóru liðanna á Englandi eftir að umboðsmaður Dimitar Berbatov sagði hann vilja fara frá Tottenham.

The Sun segir að Chelsea sé í bílstjórasætinu og sé tilbúið að greiða 26 milljónir punda fyrir búlgarska landsliðsmanninn, sem skoraði fjögur mörk fyrir Lundúnaliðið í síðasta leik.

Sun segir að Chelsea muni líklega yfirbjóða Manchester United, sem einnig hafi mikinn áhuga á markaskoraranum knáa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×