Enski boltinn

Chelsea lagði Fulham

NordicPhotos/GettyImages

Roy Hodgson varð að sætta sig við tap í fyrsta leik sínum sem knattspyrnustjóri Fulham þegar liðið fékk granna sína í Chelsea í heimsókn á Craven Cottage í dag.

Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið í leiknum þegar Danny Murphy skoraði úr vítaspyrnu eftir að Joe Cole felldi Moritz Volz í teignum.

Salomon Kalou jafnaði metin fyrir Chelsea á 54. mínútu og aðeins 8 mínútum síðar var það svo Michael Ballack sem skoraði sigurmark gestanna úr vítaspyrnu eftir að hann hafði sjálfur verið togaður niður.

Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar og hefur aðeins einu sinni tapað fyrir grönnum sínum í vesturhluta Lundúna á síðustu 28 árum. Chelsea var án þeirra Andriy Shevchenko, Didier Drogba, Frank Lampard, Claude Makelele, John Terry og Petr Cech í leiknum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×