Enski boltinn

West Ham vann áfrýjunina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn furðuðu sig á ákvörðun dómarans.
Leikmenn furðuðu sig á ákvörðun dómarans.

Miðjumaðurinn Lee Bowyer hjá West Ham sleppur við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rauða spjaldið um síðustu helgi. Dómarinn Mark Clattenburg taldi Bowyer hafa átt hættulega tveggja fóta tæklingu og sendi hann í sturtu.

Atvikið átti sér stað í leik West Ham gegn Birmingham. Forráðamenn West Ham ákváðu að áfrýja þessu rauða spjaldi.

Sérstakur dómstóll hjá enska knattspyrnusambandinu skoðaði síðan atvikið og komst að þeirri niðurstöðu að Bowyer þyrfti ekki að taka út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×