Innlent

Sérsveitin handtók hnífamann í Meðalholti

Sérsveitarmenn á æfingu.
Sérsveitarmenn á æfingu. Mynd/Vilhelm

Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu handtóku tvo menn í bíl í Meðalholti í kvöld. Tilkynning hafði borist um mann sem otað hafði hnífi að fólki. Ekki er vitað hvort hnífamaðurinn var ökumaður eða farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um að vera undir áhrifum og hafði hann ekið utan í nokkra bíla á ferð sinni.

Einn farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild þar sem hann var blóðugur á fæti en lögregla veit ekki á þessari stundu hvort áverkinn sé eftir hníf eða eitthvað annað. Ekki er heldur ljóst hvort hnífamaðurinn hafi beitt vopni sínu á fólk eins og hann hafði sýnt tilburði til að gera. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×