Innlent

Sjö þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu

MYND/Heiða

Sjö þrettándabrennur verða víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudag og er útlit fyrir að það viðri ágætlega fyrir þær.

Kveikt verður í brennu á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi um fimmleytið á sunnudag en ekki var hægt að kveikja í henni á gamlárskvöld vegna veðurs. Einnig verður kveikt í brennum í Gufunesi og við Ægisíðu klukkan fimm en á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og við Reynisvatn austan Sæmundarskóla verður kveikt í brennum klukkan 18.

Þá verður brenna á bökkunum við Gestshús á Álftanesi klukkan 19 og klukkan 20.30 verður kveikt í brennu við hesthús í Holtahverfi í Mosfellsbæ.

Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að fundur yrði haldinn á sunnudag með tengiliðum brennanna sjö ef útlit væri fyrir að veðrið yrði verra en spár gera ráð fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×