Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2008 15:49 Baltasar Kormákur MYND/Frétt Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum. Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum.
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira