Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 4. janúar 2008 15:49 Baltasar Kormákur MYND/Frétt Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri," segir Baltasar, en það var ein hugmynda sem kom fram í verkefninu Kvikmyndaborgin Reykjavík. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að vera leiðandi aðili í verkefninu en vil fá sem flesta sem starfa í geiranum til þess að koma að þessu," segir Baltasar. Málið var eitt þess sem rætt var á óformlegum hádegisverðarfundi Baltasars og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra skömmu fyrir áramót. Með þeim á fundinum voru leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth, en það var einmitt sá síðarnefndi sem sagði frá hugmyndum Baltasars í viðtali við Ragnhildi Magnúsdóttur á Bylgjunni fyrr í dag. Þeir eru mjög hrifinir af hugmyndinni og hafa báðir lýst yfir áhuga á að nýta sér aðstöðuna. Dagur sagði í samtali við Vísi að málið hafi verið í skoðun í nokkurn tíma sem hluti af Kvikmyndaborginni Reykjavík. Hann á von á því að á næstu vikum verði tilkynntar næstu aðgerðir í því verkefni. Þær séu meðal annars um að eflingu kvikmyndahátíðarinnar og það að koma á fót stofnun sem kvikmyndaframleiðendur gætu leitað til varðandi þau atriði sem koma upp við framleiðslu og tökur bíómynda, svo sem ef loka þarf götum eða þvílíku. Kvikmyndaverið er fyrst og fremst hugsað fyrir innlendan markað en Baltasar segir það þó vel inn í myndinni að það geti laðað að sér erlenda framleiðendur. Í tengslum við erlendar kvikmyndir komi hingað mikið af hæfu fólki sem myndi með tilkomu kvikmyndaþorps starfa nánar með íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Myndi kvikmyndaþorpið þannig hjálpa til að styrkja tengsl þar á milli. „Aðallega er þetta gert til að þessi bransi geti vaxið og dafnað." Baltasar segir það afar mikilvægt að kvikmyndaver á borð við þetta yrði í Reykjavík og helst sem næst miðbænum. Þar vilji fólk helst vera og það sé frumforsenda þess að fólk nýti sér aðstöðuna. Þá sé geti það gert framleiðendum mun auðveldara fyrir að laða stjörnur að verkefnunum.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira