Innlent

Fyrsta stjórnarkjörið í sögu Félags skipstjórnarmanna

Nú stendur fyrir dyrum stjórnarkjör í Félagi skipstjórnarmanna (FS) hið fyrsta í sögu félagsins, en fjögur ár eru nú frá stofnun þess.

Á félagsfundi þann 29. desember tilkynnti Eiríkur Jónsson frá Akranesi, sem setið hefur í stjórn FS frá stofnun, að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formanns og að búið væri að stilla upp lista til stjórnar gegn núverandi stjórn.

Samkvæmt lögum félagsins skal formaður núverandi stjórnar leggja fram lista sem liggja á fyrir þann 10. janúar. Listi mótframboðs skal hinsvegar vera klár í lok janúar mánaðar.

Núverandi formaður er Árni Bjarnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×