Framboð Ástþórs sagt nauðgun á lýðræðinu í landinu 4. janúar 2008 11:28 Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. Þórunn segir í samtali við Vísi að eftir síðustu forsetakosningar árið 2004 hafi sér verið svo ofboðið að hún sendi dómsmálaráðherra bréf um kosningarnar. Í bréfi þessu segir m.a. að hún vilji taka hjartanlega undir með þeim sem hafa bent á að fjölga þurfi meðmælendum forsetaefna. Einnig sé hálf önugt að hlutfall meðmælenda skuli vera eftir landsfjórðungum en ekki kjördæmum. Megnið af bréfinu er hins vegar hörð gagnrýni á vinnubrögð Ástþórs og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Síðan segir í bréfinu að eftir að vottorð yfirkjörstjórnar var gefið út: „hafði samband við mig fólk, sem sagði mér að það hefði skrifað undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á því sem hann skrifar undir, en ég tel að gera þurfi ákveðnar kröfur til meðmælendalistanna, þannig að kjósendur láti ekki blekkjast." Þórunn segir í samtali við Vísi að það sé löngu orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," segir Þórunn. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. Þórunn segir í samtali við Vísi að eftir síðustu forsetakosningar árið 2004 hafi sér verið svo ofboðið að hún sendi dómsmálaráðherra bréf um kosningarnar. Í bréfi þessu segir m.a. að hún vilji taka hjartanlega undir með þeim sem hafa bent á að fjölga þurfi meðmælendum forsetaefna. Einnig sé hálf önugt að hlutfall meðmælenda skuli vera eftir landsfjórðungum en ekki kjördæmum. Megnið af bréfinu er hins vegar hörð gagnrýni á vinnubrögð Ástþórs og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Síðan segir í bréfinu að eftir að vottorð yfirkjörstjórnar var gefið út: „hafði samband við mig fólk, sem sagði mér að það hefði skrifað undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á því sem hann skrifar undir, en ég tel að gera þurfi ákveðnar kröfur til meðmælendalistanna, þannig að kjósendur láti ekki blekkjast." Þórunn segir í samtali við Vísi að það sé löngu orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," segir Þórunn.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira