Norskur rithöfundur drepur sóknarprestinn í Reykholti 23. október 2008 06:00 Tom Egeland aflaði sér efniviðar í bókina Verðir sáttmálans á Íslandi, en þar er presti drekkt í Snorralaug og minnir persónan óneitanlega mjög á Geir Waage, sóknarprest í Reykholti sem sést hér til vinstri. Af og frá er að telja þetta kaldar kveðjur frá norska rithöfundinum sem naut leiðsagnar hans um Reykholt. „Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Út er komin bókin „Verðir sáttmálans“ eftir Tom Egeland, norska rithöfundinn sem sló í gegn með bók sinni „Við enda hringsins“. Þegar hún kom út á íslensku fyrir um þremur árum kom Egeland til Íslands, bæði til að fylgja bókinni eftir sem og að afla sér efniviðar í næstu bók sína. Egeland segir enda Ísland, sögu landsins og umhverfi, leika stórt hlutverk í „Vörðum sáttmálans“. Egeland sótti meðal annars Reykholt heim og naut leiðsagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dagstund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarpresturinn Magnús dáinn í Snorralaug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bókinni. Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókarinnar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skápum sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósanngjarnt gagnvart Geir,“ segir Egeland. Norski rithöfundurinn segir norsku þjóðina fylgjast grannt með gangi mála í þeim efnahagslega ólgusjó sem Ísland gengur nú í gegnum. Tom Egeland, sem er einkar viðræðugóður, segist vissulega eiga eftir að sækja landið heim þó ekki sé nema sem ferðamaður. En það sé undir Forlaginu komið hvort hann komi til að fylgja útgáfu bókarinnar eftir. Ekki náðist í Geir Waage þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. jakob@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Jú, jú, það er engin tilviljun að séra Magnús er með grátt hár, gleraugu og geithafursskegg. Og er forfallinn áhugamaður um Snorra,“ segir norski rithöfundurinn Tom Egeland. Út er komin bókin „Verðir sáttmálans“ eftir Tom Egeland, norska rithöfundinn sem sló í gegn með bók sinni „Við enda hringsins“. Þegar hún kom út á íslensku fyrir um þremur árum kom Egeland til Íslands, bæði til að fylgja bókinni eftir sem og að afla sér efniviðar í næstu bók sína. Egeland segir enda Ísland, sögu landsins og umhverfi, leika stórt hlutverk í „Vörðum sáttmálans“. Egeland sótti meðal annars Reykholt heim og naut leiðsagnar sóknarprestsins að Reykholti, séra Geirs Waage, dagstund. Geir sýndi Egeland og konu hans safn sem er að Reykholti, Snorralaug og húsakynni auk fornra handrita sem Geir á í eigu sinni. Í nýju bókinni, og er þar vísað til ársins 2007, finnst sóknarpresturinn Magnús dáinn í Snorralaug. Honum hefur verið drekkt: „Séra Magnús er dáinn. Hann flýtur á grúfu, líkt og hann hafi dregið djúpt andann og sé að skoða eitthvað á botni laugarinnar. Sítt hárið myndar gráan geislabaug í vatninu. Hvítar hendurnar fljóta í gáruðu vatnsborðinu,“ segir í bókinni. Ekki er þó hin minnsta ástæða til að ætla þetta kaldar kveðjur norska rithöfundarins til sóknarprestins að Reykholti. Þvert á móti lýkur Tom Egeland miklu lofsorði á Geir og segir aðstoð hans við ritun bókarinnar ómetanlega. „Ef þú spyrð hvort „Geir Waage“ sé sá hinn sami og „séra Magnús“ þá er svarið bæði já og nei. Augljóslega varð ég fyrir áhrifum þegar ég hitti Geir Waage og ég setti ýmislegt úr fari hans í persónusköpunina, sérstaklega útlit og áhuga hans á Snorra, en ég myndi aldrei nota raunverulegan mann beint sem fyrirmynd persónu í sögum mínum. Til dæmis er séra Magnús með beinagrindur í skápum sínum og mér myndi aldrei detta í hug að gefa til kynna að Geir Waage væri með neitt slíkt í sínum skápum – það væri mjög ósanngjarnt gagnvart Geir,“ segir Egeland. Norski rithöfundurinn segir norsku þjóðina fylgjast grannt með gangi mála í þeim efnahagslega ólgusjó sem Ísland gengur nú í gegnum. Tom Egeland, sem er einkar viðræðugóður, segist vissulega eiga eftir að sækja landið heim þó ekki sé nema sem ferðamaður. En það sé undir Forlaginu komið hvort hann komi til að fylgja útgáfu bókarinnar eftir. Ekki náðist í Geir Waage þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira