Telur álit mannréttindanefndar SÞ ekki kalla á lagabreytingu 15. janúar 2008 14:38 Geir H. Haarde forsætisráðherra telur nýlegt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna ekki gefa sérstakt tilefni til lagabreytinga hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gerði álit mannréttindanefndarinnar að umtalsefni sínu og benti á að samkvæmt því gætti íslenska fiskveiðikerfið ekki jafnræðis gagnvart þegnum landsins og hefði stjórnvöldum verið falið að skoða málið. Vísaði Guðjón Arnar meðal annars til orða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem sagði að Íslendingar gætu ekki ætlast til þess að aðrir virtu mannréttindi færu þeir ekki sjálfir eftir áliti mannréttindanefndar. Hins vegar hefði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagt að álitið kallað ekki á neinar lagabreytingar. Innti Guðjón Arnar forsætisráðherra eftir skoðun hans áliti mannréttindanefndarinnar. Rökstuðningur mannréttindanefndar fátæklegur Geir H. Haardae sagði álitið athyglisvert en benti á að það væri ekki bindandi að þjóðarrétti fyrir Íslendinga. Þá væru engar vísbendingar veittar í álitinu hvað íslensk stjórnvöld ættu að skoða. Enn fremur teldi hann rökstuðning mannréttindanefndarinnar fátæklegan en sagði að farið yrði nákvæmlega yfir málið. Benti hann enn fremur á að gert væri ráð fyrir því í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að farið yrði yfir fiskveiðikerfið og það mætti hugsanlega flétta saman við yfirferðina á áliti mannréttindanefndarinnar. Hann teldi hins vegar að álitið gæfi ekki sérstakt tilefni til lagabreytinga á Íslandi. Guðjón Arnar sagði augljóst að ágreiningur væri um það hvort taka þyrfti tillit til álitsins og breyta lögum vegna þess. Staðan væri sú að alþjóðastofnun hefði sagt að núverandi lagasetning stæðist ekki jafnræðisreglu um að allir fái að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa sér. Því væri hann óssamála áliti forsætisráðherra. Fram kom í máli Geirs H. Haarde að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis myndi fara yfir málið í vikunni og kalla til alla helstu sérfræðinga landsins í þessum málum. Það ætti hins vegar ekki að rjúka upp til handa og fóta og kalla eftir lagabreytingu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra telur nýlegt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli tveggja sjómanna ekki gefa sérstakt tilefni til lagabreytinga hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gerði álit mannréttindanefndarinnar að umtalsefni sínu og benti á að samkvæmt því gætti íslenska fiskveiðikerfið ekki jafnræðis gagnvart þegnum landsins og hefði stjórnvöldum verið falið að skoða málið. Vísaði Guðjón Arnar meðal annars til orða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, sem sagði að Íslendingar gætu ekki ætlast til þess að aðrir virtu mannréttindi færu þeir ekki sjálfir eftir áliti mannréttindanefndar. Hins vegar hefði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagt að álitið kallað ekki á neinar lagabreytingar. Innti Guðjón Arnar forsætisráðherra eftir skoðun hans áliti mannréttindanefndarinnar. Rökstuðningur mannréttindanefndar fátæklegur Geir H. Haardae sagði álitið athyglisvert en benti á að það væri ekki bindandi að þjóðarrétti fyrir Íslendinga. Þá væru engar vísbendingar veittar í álitinu hvað íslensk stjórnvöld ættu að skoða. Enn fremur teldi hann rökstuðning mannréttindanefndarinnar fátæklegan en sagði að farið yrði nákvæmlega yfir málið. Benti hann enn fremur á að gert væri ráð fyrir því í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að farið yrði yfir fiskveiðikerfið og það mætti hugsanlega flétta saman við yfirferðina á áliti mannréttindanefndarinnar. Hann teldi hins vegar að álitið gæfi ekki sérstakt tilefni til lagabreytinga á Íslandi. Guðjón Arnar sagði augljóst að ágreiningur væri um það hvort taka þyrfti tillit til álitsins og breyta lögum vegna þess. Staðan væri sú að alþjóðastofnun hefði sagt að núverandi lagasetning stæðist ekki jafnræðisreglu um að allir fái að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa sér. Því væri hann óssamála áliti forsætisráðherra. Fram kom í máli Geirs H. Haarde að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis myndi fara yfir málið í vikunni og kalla til alla helstu sérfræðinga landsins í þessum málum. Það ætti hins vegar ekki að rjúka upp til handa og fóta og kalla eftir lagabreytingu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira