Jólainnkaupalisti Manchester City 27. nóvember 2008 13:27 Buffon NordicPhotos/GettyImages Eigendur Manchester City ætla sér stóra hluti með liðið í framtíðinni og hvergi verður sparað til að koma liðinu í fremstu röð. Talið er að Mark Hughes sé búinn að setja draumaliðið sitt niður á blað og fá blessun forríkra eigenda til að fara út og kaupa bestu mögulegu leikmenn í hverja stöðu. Breska blaðið Daily Telegraph hefur varpað fram nokkrum hugmyndum um hvernig Hughes gæti verslað í janúar og næsta sumar, en þar er að finna ansi stór nöfn. Markvörður: Gianluigi Buffon Markvörður hjá Juventus Metinn á: 60 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Hughes vill reyndan markvörð í lið sitt og þeir verða ekki mikið reyndari en Buffon. Þessi ítalski markvörður hefur verið einn sá besti í heiminum undanfarin ár. Heyrst hefur að honum yrði boðinn samningur sem myndi færa honum 240,000 pund í vikulaun og Buffon sjálfur hefur sagt að hann myndi líklega skrifa undir strax ef slíkt tilboð kæmi. Óvíst er að Juventus vilji þó sleppa honum.VarnarmennNordicPhotos/GettyImagesAshley Cole Bakvörður hjá Chelsea Metinn á: 20 milljónir punda Líkur á kaupum: 5/10 Cole hefur spilað vel undir stjórn Luiz Felipe Scolari þar sem hann fær að sækja meira en áður. Það er því ólíklegt að Chelsea vilji láta hann fara, en hafa ber í huga að hann stakk af frá Chelsea út af deilum um 5,000 pund til eða frá í vikulaun. Það er aldrei að vita hvað hann segði ef City opnaði veskið.John Terry Miðvörður hjá Chelsea Metinn á: 40 milljónir punda Líkur á kaupum: 1/10 City hefur verið orðað við flesta bestu leikmenn heims, en óvíst er að félagið nái að krækja í Herra Chelsea. City hefur hinsvegar fengið á sig mikið af mörkum og því er ekki ólíklegt að félagið væri tilbúið að punga út hárri summu fyrir mann á borð við Terry.Kolo Toure Miðvörður hjá Arsenal Metinn á: 5 milljónir punda Líkur á kaupum: 9/10 Toure hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal undanfarið þó vörn liðsins hafi ekki verið mjög sannfærandi. Talið er að Arsene Wenger sé tilbúinn að selja Toure og ætli sér að kaupa varnarmann sjálfur í janúar, en þó gæti verið að William Gallas sé á undan honum í röð þeirra sem eru á leið frá Emirates. Daniel Alves Bakvörður hjá Barcelona Metinn á: 35 milljónir punda Líkur á kaupum: 5/10 Alves hefur lengi verið í sigtinu hjá Chelsea en hann gekk í raðir Barcelona í sumar frá Sevilla fyrir um 25 milljónir punda. Alves myndi líklega finna sig vel með þeim löndum sínum sem fyrir eru hjá City. Alves hefur átt sinn þátt í ágætum viðsnúningi Barcelona á leiktíðinni, en spurningin er hvort Barcelona væri til í að græða góðan pening á því að selja hann strax. MiðjumennAFPLassana Diarra Miðjumaður hjá Portsmouth Metinn á: 18 milljónir punda Líkur á kaupum: 10/10 Portsmouth þarf nauðsynlega á peningum að halda og City vantar öflugan varnarsinnaðan miðjumann. Diarra hefur alltaf talað um að sig langaði til að spila með stórliði og því eru taldar miklar líkur á að City næli í hann fljótlega. Xabi Alonso Miðjumaður hjá Liverpool Metinn á: 15 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Alonso var nánast búinn að pakka niður í tösku í sumar og var á leið til Juventus, en ekkert varð úr því af því Benitez var ekki tilbúinn að lækka verðmiðann. Verðmiðinn verður hinsvegar ekkert vandamál hjá City, en Alonso varð aftur mikilvægur leikmaður Liverpool eftir að félaginu mistókst að krækja í Gareth Barry í sumar. Liverpool á þó nóg af miðjumönnum og vantar eflaust pening til að versla fleiri leikmenn í janúar.Kaka Miðjumaður hjá AC Milan Metinn á: 50 milljónir punda Líkur á kaupum: 4/10 Það væri ekki amalegt fyrir auðmennina sem eiga City að vera með ríkjandi knattspyrnumann ársins í sínum röðum og maður eins og Kaka væri ekki í vandræðum með að fylla í sæti. Milan-liðið er hlaðið stjörnum sem eru komnar á síðustu metrana og því gæti verið ágætis ráðstöfun fyrir Berlusconi og félaga að fá fúlgu fjár frá City fyrir Brasilíumanninn. FramherjarNordcPhotos/GettyImagesLukas Podolski Framherji hjá Bayern Metinn á: 15 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Podolski hefur staðið sig mjög vel með þýska landsliðinu undanfarin ár, en hann hefur mátt þola mikið mótlæti síðan hann gekk í raðir Bayern. Hann fékk nóg á dögunum og sagðist ætla að fara frá þýska félaginu. Podolski er fínn framherji og hræódýr ef tekið er mið af metnaði City-manna.Sergio Aguero Framherji hjá Atletico Madrid Metinn á: 45 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Aguero er nýjasti leikmaðurinn sem kallaður hefur verið nýr Maradona, en ef það fer út um þúfur getur þessi hæfileikapiltur státað af að eiga barn með dóttur knattspyrnugoðsins.Aguero hefur fyllt skarð Fernando Torres með prýði hjá Atletico og er mjög eftirsóttur um alla Evrópu. Það kostar að minnsta kosti 40 milljónir punda að fá Aguero lausan frá Atletico - en það ætti ekki að vera vandamál fyrir City.Roque Santa Cruz Framherji hjá Blackburn Metinn á: 12 milljónir punda Líkur á kaupum: 9/10 Santa Cruz skrifaði undir nýjan samning við Blackburn í upphafi tímabilsins, en ekki þyrfti að koma á óvart ef hann langaði að spila aftur undir stjórn Mark Hughes. Hughes var maðurinn sem fékk Santa Cruz til Englands og hann vantar traustan markaskorara. Þar fyrir utan gæti Blackburn eflaust notað peningana sem fengjust fyrir framherjann - ekki síst ef liðið verður í fallbaráttu í vetur eins og útlit er fyrir. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Eigendur Manchester City ætla sér stóra hluti með liðið í framtíðinni og hvergi verður sparað til að koma liðinu í fremstu röð. Talið er að Mark Hughes sé búinn að setja draumaliðið sitt niður á blað og fá blessun forríkra eigenda til að fara út og kaupa bestu mögulegu leikmenn í hverja stöðu. Breska blaðið Daily Telegraph hefur varpað fram nokkrum hugmyndum um hvernig Hughes gæti verslað í janúar og næsta sumar, en þar er að finna ansi stór nöfn. Markvörður: Gianluigi Buffon Markvörður hjá Juventus Metinn á: 60 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Hughes vill reyndan markvörð í lið sitt og þeir verða ekki mikið reyndari en Buffon. Þessi ítalski markvörður hefur verið einn sá besti í heiminum undanfarin ár. Heyrst hefur að honum yrði boðinn samningur sem myndi færa honum 240,000 pund í vikulaun og Buffon sjálfur hefur sagt að hann myndi líklega skrifa undir strax ef slíkt tilboð kæmi. Óvíst er að Juventus vilji þó sleppa honum.VarnarmennNordicPhotos/GettyImagesAshley Cole Bakvörður hjá Chelsea Metinn á: 20 milljónir punda Líkur á kaupum: 5/10 Cole hefur spilað vel undir stjórn Luiz Felipe Scolari þar sem hann fær að sækja meira en áður. Það er því ólíklegt að Chelsea vilji láta hann fara, en hafa ber í huga að hann stakk af frá Chelsea út af deilum um 5,000 pund til eða frá í vikulaun. Það er aldrei að vita hvað hann segði ef City opnaði veskið.John Terry Miðvörður hjá Chelsea Metinn á: 40 milljónir punda Líkur á kaupum: 1/10 City hefur verið orðað við flesta bestu leikmenn heims, en óvíst er að félagið nái að krækja í Herra Chelsea. City hefur hinsvegar fengið á sig mikið af mörkum og því er ekki ólíklegt að félagið væri tilbúið að punga út hárri summu fyrir mann á borð við Terry.Kolo Toure Miðvörður hjá Arsenal Metinn á: 5 milljónir punda Líkur á kaupum: 9/10 Toure hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal undanfarið þó vörn liðsins hafi ekki verið mjög sannfærandi. Talið er að Arsene Wenger sé tilbúinn að selja Toure og ætli sér að kaupa varnarmann sjálfur í janúar, en þó gæti verið að William Gallas sé á undan honum í röð þeirra sem eru á leið frá Emirates. Daniel Alves Bakvörður hjá Barcelona Metinn á: 35 milljónir punda Líkur á kaupum: 5/10 Alves hefur lengi verið í sigtinu hjá Chelsea en hann gekk í raðir Barcelona í sumar frá Sevilla fyrir um 25 milljónir punda. Alves myndi líklega finna sig vel með þeim löndum sínum sem fyrir eru hjá City. Alves hefur átt sinn þátt í ágætum viðsnúningi Barcelona á leiktíðinni, en spurningin er hvort Barcelona væri til í að græða góðan pening á því að selja hann strax. MiðjumennAFPLassana Diarra Miðjumaður hjá Portsmouth Metinn á: 18 milljónir punda Líkur á kaupum: 10/10 Portsmouth þarf nauðsynlega á peningum að halda og City vantar öflugan varnarsinnaðan miðjumann. Diarra hefur alltaf talað um að sig langaði til að spila með stórliði og því eru taldar miklar líkur á að City næli í hann fljótlega. Xabi Alonso Miðjumaður hjá Liverpool Metinn á: 15 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Alonso var nánast búinn að pakka niður í tösku í sumar og var á leið til Juventus, en ekkert varð úr því af því Benitez var ekki tilbúinn að lækka verðmiðann. Verðmiðinn verður hinsvegar ekkert vandamál hjá City, en Alonso varð aftur mikilvægur leikmaður Liverpool eftir að félaginu mistókst að krækja í Gareth Barry í sumar. Liverpool á þó nóg af miðjumönnum og vantar eflaust pening til að versla fleiri leikmenn í janúar.Kaka Miðjumaður hjá AC Milan Metinn á: 50 milljónir punda Líkur á kaupum: 4/10 Það væri ekki amalegt fyrir auðmennina sem eiga City að vera með ríkjandi knattspyrnumann ársins í sínum röðum og maður eins og Kaka væri ekki í vandræðum með að fylla í sæti. Milan-liðið er hlaðið stjörnum sem eru komnar á síðustu metrana og því gæti verið ágætis ráðstöfun fyrir Berlusconi og félaga að fá fúlgu fjár frá City fyrir Brasilíumanninn. FramherjarNordcPhotos/GettyImagesLukas Podolski Framherji hjá Bayern Metinn á: 15 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Podolski hefur staðið sig mjög vel með þýska landsliðinu undanfarin ár, en hann hefur mátt þola mikið mótlæti síðan hann gekk í raðir Bayern. Hann fékk nóg á dögunum og sagðist ætla að fara frá þýska félaginu. Podolski er fínn framherji og hræódýr ef tekið er mið af metnaði City-manna.Sergio Aguero Framherji hjá Atletico Madrid Metinn á: 45 milljónir punda Líkur á kaupum: 7/10 Aguero er nýjasti leikmaðurinn sem kallaður hefur verið nýr Maradona, en ef það fer út um þúfur getur þessi hæfileikapiltur státað af að eiga barn með dóttur knattspyrnugoðsins.Aguero hefur fyllt skarð Fernando Torres með prýði hjá Atletico og er mjög eftirsóttur um alla Evrópu. Það kostar að minnsta kosti 40 milljónir punda að fá Aguero lausan frá Atletico - en það ætti ekki að vera vandamál fyrir City.Roque Santa Cruz Framherji hjá Blackburn Metinn á: 12 milljónir punda Líkur á kaupum: 9/10 Santa Cruz skrifaði undir nýjan samning við Blackburn í upphafi tímabilsins, en ekki þyrfti að koma á óvart ef hann langaði að spila aftur undir stjórn Mark Hughes. Hughes var maðurinn sem fékk Santa Cruz til Englands og hann vantar traustan markaskorara. Þar fyrir utan gæti Blackburn eflaust notað peningana sem fengjust fyrir framherjann - ekki síst ef liðið verður í fallbaráttu í vetur eins og útlit er fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira