Enski boltinn

Savage genginn til liðs við Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robbie Savage í leik með Blackburn.
Robbie Savage í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Robbie Savage hefur formlega gengið til liðs við Derby og skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Hann kemur frá Blackburn fyrir 1,5 milljónir punda.

Derby mun halda blaðamannafund þar sem Savage mun sitja fyrir svörum. Hann sagði þó í samtali við fréttastofu BBC að þetta hafi verið erfiðasta ákvörðunin sem hann hafi tekið á ferlinum.

„Ég þarf hins vegar að fá að spila og er það allt og sumt," sagði hann.

Savage gekk til liðs við Blackburn árið 2005 og spilaði stórt hlutverk með liðinu. Hann fótbrotnaði hins vegar í janúar fyrir ári síðan og hefur síðan takmarkað fengið að spila með Blackburn.

Paul Jewell hefur verið duglegur að sanka að sér leikmönnum en auk Savage hefur hann fengið argentínska framherjann Emanuel Villa, Danny Mills og Laurent Robert.

Þá er líklegt að miðjumaðurinn Hossam Ghaly verði lánaður til Derby frá Tottenham og Derby hefur einnig verið orðað við markverðina Thomas Sörensen og Roy Carroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×