Enski boltinn

Modric frá í tvær vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luka Modric í leik með Tottenham gegn Chelsea.
Luka Modric í leik með Tottenham gegn Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric, sem leikur með Tottenham, verður frá næstu tvær vikurnar að minnsta kosti vegna meiðsla.

Modric meiddist í leik Tottenham og Fulham um helgina og þurfti að fara af velli í hálfleik. Nánari skoðun leiddi í ljós er að hann reif vöðva í nára.

Hann mun missa af leikjum Tottenham gegn Blackburn og Everton í úrvalsdeildinni sem og leik liðsins gegn NEC Nijmegen í UEFA-bikarkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×