Enski boltinn

Ferguson: Ég hefði þegið annan leik

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með lærisveina sína í Manchester United eftir 2-0 sigurinn á Aston Villa í bikarnum í dag. Tvö mörk á lokamínútunum tryggðu Rauðu Djöflunum sigurinn í leik sem virtist ætla að enda með jafntefli.

"Þetta voru frábær úrslit fyrir okkur og ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur. Villa hefur verið í frábæru formi, en við náðum að krækja í sigurinn á síðustu stundu. Ég hélt raunar að okkur ætlaði ekki að takast að skora og hefði því vel tekið því að þurfa að spila við þá aftur, en við náðum að klára þetta," sagði Skotinn ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×