Innlent

Segir að eftirspurn eftir Range Rover jeppum hafi sjaldan verið meiri

Eftirspurn eftir nýjum og notuðum Range Rover jeppum hefur sjaldan verið meiri að sögn bílasala. Hann segir ekki rétt að þeir standi óseldir í röðum á bílasölum.

Range Rover jepparnir hafa á aðeins örfáum árum orðið að einhverskonar tákni fyrir velgengni íslensk viðskiptalífs og hina nýju auðmenn.

Því þótti það sæta tíðindum þegar fregnir bárust af því að á undanförnum mánuðum hafi fjöldinn allur af notuðum Range Rover jeppum verið settur á sölu. Töldu margir að hér væri komin fyrsta vísbending um niðursveiflu í íslensku viðskiptalífi.

Guðlaugur Birnir Ásgeirsson, eigandi bílasölunnar Bíll.is, segir það hins vegar ekki rétt að notuðum Range Rover bílum hafi fjölgað á bílasölum.

Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að rúmlega 200 notaðir Range Rover séu nú á sölu hjá bílasölum. Guðlaugur segir þessar tölur byggja á misskilningi enda sé sami bíllinn oft skráður hjá fleiri en einum söluaðila. Í raun séu um 30 til 50 notaðir Range Rover jeppar á sölu hérlendis sem sé eðlilegt miðað við endurnýjun á markaði. Því sé hæpið að tala um brunaútsölu á þessum bifreiðategundum og í raun hafi eftirspurn eftir lúxusbílum aukist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×