Innlent

Tuttugu lögreglumenn í húsleit á Vegas

Hátt í tuttugu manna lið lögreglumanna gerði húsleit í húsnæði Vegas við Frakkastíg um klukkan hálf tólf í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og fjárhættuspil á staðnum.

Tveir fíkniefnahundar voru með í för. Ekkert fannst af fíkniefnum, en lögregla lagði hald á ýmsan búnað, sem notaður er við fjárhættuspil.

Skýrslur voru teknar af þeim, sem voru innandyra, en engin var handtekinn. Staðurinn var svo innsiglaður og verður rannsókn fram haldið í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×