Innlent

Svandís flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík, var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag eftir að hún hlaut höfuðhögg í flugi til Egilsstaða. Svandís fékk höfðuðhögg þegar sæti í DASH8-100 flugvél Flugfélags Íslands losnaði. Það gerðist þegar vélin fékk á sig vindhnút í aðflugi.

Svandís var á leið á fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á Egilsstöðum.

Samkvæmt heimildum Vísis var Dagur B Eggertsson borgarstjóri og læknir í sama flugi og hlúði hann að Svandísi eftir að slysið varð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×