Fótbolti

Romario er í háloftaklúbbnum

NordcPhotos/GettyImages

Brasilíski markaskorarinn Romario hætti knattspyrnuiðkun fyrir nokkru en hann hefur ekki tapað sjálfstraustinu. Í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu sagðist hann hafa komist í háloftaklúbbinn á keppnisferðalagi með landsliðinu og segist betri en Pele.

"Ég komst í háloftaklúbbinn þegar ég var að byrja með landsliðinu. Þetta var ein af mínum fyrstu keppnisferðum, en ég man ekki nákvæmlega hvenær þetta var. Við vorum á leið til Sviss og afgangurinn heyrir sögunni til," sagði Romario.

Hann segist vera betri en sjálfur Pele. "Ég sá Pele aldrei spila og því tel ég að ég hafi verið betri knatttspyrnumaður. Svo er auðvitað aðeins til einn Maradona og aðeins einn Romario. Ég sé engan sem getur tekið við af mér, ég var sá besti allra tíma í vítateig andstæðinganna," sagði Romario.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×