Enski boltinn

Benítez: Hugsum núna um FA bikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Liverpool er dottið úr toppbaráttunni.
Liverpool er dottið úr toppbaráttunni.

Eftir að Liverpool náði aðeins stigi gegn Wigan í kvöld eru margir á því að liðið sé búið að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Öll toppliðin unnu leiki sína í gær og Liverpool er nú tólf stigum á eftir Arsenal.

„Þetta verður mjög erfitt. Við megum ekki misstíga okkur neitt eftir þetta. Þegar maður tapar stigum eins og við gerðum í kvöld þá verður þetta mjög erfitt," sagði Benítez eftir leikinn.

„Þegar þú færð færi til að gera út um leikinn verðurðu að nýta þau. Annars býðurðu upp á þetta. Núna verðum við að hugsa um FA bikarinn. Næsti leikur okkar er gegn Luton. Tímabilið er langt og það þýðir ekki að hugsa um það í heild sinni strax."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×