Innlent

ASÍ og SA funda um kjaramál á föstudag

Alþýðusamband Íslands hyggst funda með Samtökum atvinnulífsins á föstudag um kjarasamninga sem losnuðu um áramótin.

Fundað verður í nokkrum vinnuhópum og rædd réttindamál er lúta að uppsagnarákvæðum, veikindarétti, orlofum og fleira. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að ekki verði rætt um launaliðinn strax en þær viðræður séu í höndum landsambanda og atvinnurekenda.

Viðræður þeirra eigi einnig að hefjast um og eftir helgi. Þá segir Gylfi að einnig sé beðið eftir viðbrögðum stjórnvalda við helstu hugmyndum ASÍ og megi búast við þeim á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×