Innlent

Fjórtán stöðvaðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu

Lögreglan á Selfossi stöðvaði 14 ökumenn í síðustu viku fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að því miður virðist vera misbrestur á því að ökumenn virði stansmerkið eins og það er kjallað. Stöðvunarskylda telst ekki virt nema ökumenn staðnæmist þannig að öll hjól stöðvist. Að því búnu eiga þeir að aðgæta að umferð um þann veg sem verið er að aka inn á segir lögreglan á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×