Enski boltinn

Laurent Robert til reynslu hjá Derby

Laurent Robert í leik með Portsmouth
Laurent Robert í leik með Portsmouth NordicPhotos/GettyImages

Vængmaðurinn skrautlegi Laurent Robert hefur verið fenginn til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Derby County. Robert er nýhættur að spila með Levante á Spáni en lék áður m.a. með Newcastle á Englandi.

"Hann kemur til okkar á morgun og við ætlum að sjá hvort hann er í formi og hvort hann hentar okkur," sagði Paul Jewell, stjóri Derby í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×