Enski boltinn

Pandev í stað Berbatov?

Dimitar Berbatov er umtalaðasti maðurinn í bresku pressunni í dag
Dimitar Berbatov er umtalaðasti maðurinn í bresku pressunni í dag NordicPhotos/GettyImages

Enginn knattspyrnumaður á Englandi fær meiri umfjöllun í fjölmiðlum í fjölmiðlum þar í landi þessa dagana en Dimitar Berbatov hjá Tottenham. Daily Mail hefur sýnar skoðanir á framtíð framherjans snjalla.

Blaðið segir þannig að Tottenham sé búið að skella á hann 35 milljón punda verðmiða á Búlgarann. "Tottenham vill ekki selja hann, ekki á 30 milljónir punda, en hugsanlega á 35 milljónir," er haft eftir ónefndum umboðsmanni í blaðinu.

Fari svo að liðið þurfi að losa hann - sé það þegar búið að bjóða í Makedóníumanninn Goran Pandev hjá Lazio. Sá er 24 ára gamall og Daily Mail hefur eftir honum "að hann vilji helst fara til Liverpool, Everton eða Tottenham."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×