Innlent

Axel á leið til Litháens til fullnaðarviðgerðar

Flutningaskipið Axel, sem strandaði út af Höfn í Hornafirði í desember síðastliðnum en komst til Akureyrar, hélt þaðan að lokinni bráðabirgðaviðgerð í gær.

Því verður siglt til Litháen til fullnaðarviðgerðar. Útgerðarfélagið hefur leigt skip í staðinn sem er væntanlegt til Akureyrar innan tíðar, en vonast er til að Axel komist aftur í gagnið í næsta mánuði.

Tjónið á skipinu sjálfu er metið á eitthvað á annað hundrað milljónir króna, en auk þess skemmdist hluti farmsins. Þá hefur rekstrarfélagið orðið fyrir tekjutapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×