Innlent

Vöruskiptahalli nærri 100 milljörðum í fyrra

MYND/GVA

Vöruskipti reyndust óhagstæð um 16,1 milljarð króna í nýliðnum desember samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands hefur birt.

Þar kemur fram að útflutningur hafi numið 18,7 milljörðum króna og innflutningur 34,8 milljörðum í mánuðinum. Til samanburðar reyndust vöruskiptin óhagstæð um 20,9 milljarða króna í sama mánuði í fyrra og því minnkaði vöruskiptahallinn um hátt í fimm milljarða á milli ára. Þegar tekið er mið af bráðabirgðatölum Hagstofunnar í nóvember og desember á síðasta ári reyndust vöruskiptin neikvæð um tæpa hundrað milljarða króna á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×