Enski boltinn

Engar viðræður í gangi um Anelka

Gary Megson
Gary Megson NordicPhotos/GettyImages

Gary Megson, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir það ekki rétt að félagið sé í viðræðum við Chelsea um sölu á franska framherjanum Nicolas Anelka. Leikmaðurinn sjálfur hélt því fram í viðtali við franska miðla í gær. "Ég vona að af þessu verði," sagði Anelka.

"Ég hef ekki orðið var við það að Chelsea eða nokkuð annað félag hefði samband vegna Anelka," sagði Megson í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×