Enski boltinn

Benitez: Eigum enn möguleika á titlinum

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að hans menn í Liverpool eigi möguleika á titlinum þrátt fyrir að vera nú 12 stigum á eftir toppliði Arsenal eftir 1-1 jafntefli við Wigan í gærkvöldi.

"Það hefur heldur dregið í sundur með okkur og toppliðunum, en ég hef oft sagt að þetta er langt tímabil og menn verða að einbeita sér að einum leik í einu svo fremi sem það er hægt. Ef þú ert að velta þér upp úr bilinu í toppliðin, ertu aðeins að setja á þig aukna pressu," sagði Benitez.

Liverpool hefur ekki náð að landa sigri í fimm af síðustu átta leikjum og á enn eftir útileiki gegn toppliðunum þremur - Manchester United, Chelsea og Arsenal - og hefur aðeins fengið tvö stig af níu mögulegum í heimaleikjunum sínum gegn þessum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×