Innlent

Einbýlishús á Eskifirði skemmdist í eldi

Eldur kom upp í einbýlishúsi á Eskifirði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Eldurinn breiddist út á skömmum tíma og logaði glatt í miðrými hússins. Tvo klukkutíma tók að slökkva eldinn og urðu miklar skemmdir á húsinu. Engan sakaði og voru eigendur hússins ekki heima.

Miklar skemmdir urðu í brunanum og er nær allt innbú ónýtt. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×