Innlent

Erilsamt hjá lögreglu í Reykjavík

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðallega vegna almennrar ölvunar. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir að hann hafði lagt til annars manns með hníf og veitt honum áverka á hálsi.

Sá meiddist þó ekki illa að sögn lögreglunnar. Mikið var um pústra milli manna og komu níu líkamsárásir á borð lögreglunnar. Allar minniháttar. Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur en alls fengu 12 að gista fangageymslur lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×