Félagið Vinir Tíbets hyggst vekja almenning til vitundar 7. apríl 2008 14:03 Birgitta Jónsdóttir Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira