Félagið Vinir Tíbets hyggst vekja almenning til vitundar 7. apríl 2008 14:03 Birgitta Jónsdóttir Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira