Enski boltinn

Kinnear að vinna í innkaupalistanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vill Kinnear fá Riise og Denilson?
Vill Kinnear fá Riise og Denilson?

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, er að teikna upp óskalista sinn fyrir félagaskiptagluggann í janúar.

Kinnear er sem stendur á skammtímasamningi hjá Newcastle en Mike Ashley gengur illa að finna aðila til að kaupa félagið og því útlit fyrir að Kinnear sé ekki á förum von bráðar.

Kinnear hefur ekki farið leynt með það að styrkja þurfi liðið. „Ég er búinn að gefa Mike upp nokkur nöfn. Við þurfum tvo leikmenn sem fyrst og ég er með þá í huga. Annar er með Roma en er ekki í liðinu hjá þeim en hinn hefur skorað gegn okkur á leiktíðinni," sagði Kinnear.

Hann náði því að snúa þessu upp í létta getraun fyrir fjölmiðla. Ágiskanir eru uppi um að hann sé að tala um John Arne Riise fyrrum bakvörð Liverpool og Denilson, miðjumann Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×