Enski boltinn

Ferguson: Besti leikur okkar til þessa

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson sagði að leikur hans manna í Manchester United gegn Blackburn í dag hefði verið sá besti til þessa á leiktíðinni. United vann öruggan 2-0 sigur en komst yfir á vafasömu marki.

"Ég held að þetta hafi verið besta frammistaða okkar til þessa á leiktíðinni. Okkur hefur reynst mjög erfitt að koma hingað á Ewood Park og hérna höfum við tapað nokkrum sinnum á síðustu árum," sagði Ferguson, en þetta var aðeins annar sigur United á þessum velli í síðustu átta leikjum.

Hann vildi ekki meina að brotið hefði verið á markverðinum Jason Brown þegar nafni hans Wes skoraði fyrra mark United.

"Markvörðurinn fékk tækifæri til að ná boltanum því hann var svo lengi í loftinu," sagði Ferguson og bætti við að frammistaða Wayne Rooney hefði líklega verið sú besta á tímabilinu til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×