City lagði Arsenal - Allt um leiki dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2008 16:29 Leikmenn City fagna marki Stephen Ireland í dag. Nordic Photos / Getty Images Arsenal tapaði í dag sínum fimmta leik í ensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði fyrir Manchester City á útivelli, 3-0. Ekkert lið hefur unnið enska meistaratitilinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað meira en fimm leikjum á leiktíðinni og verður því að teljast ansi ólíklegt að Arsenal muni láta mikið til sín taka í toppbaráttunni þó svo að enn sé mikið eftir af tímabilinu. Þetta var annað tap Arsenal í röð á tímabilinu eftir að liðið vann tvo leiki í röð í upphafi mánaðarins, gegn Manchester United og Wigan. Það er þó ef til vill bót í máli fyrir Arsenal að bæði Chelsea og Liverpool unnu ekki sína leiki í dag. Bæði gerðu þau markalaus jafntefli í sínum leikjum en eru þó enn langefst á toppi deildarinnar með 33 stig, níu stigum á undan Manchester United sem á leik til góða og tíu stigum á undan Arsenal. Grétar Rafn Steinsson skoraði eitt mark fyrir Bolton sem vann 3-1 útisigur á Middlesbrough og þá vann Stoke góðan 1-0 sigur á West Brom. Portsmouth og Hull gerðu svo 2-2 jafntefli. Hull er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig og Portsmouth í því áttunda með nítján. Middlesbrough er svo í tíunda sæti með átján stig.Bolton er í ellefta sæti deildarinnar með sautján stig, rétt eins og Stoke og Manchester City. Newcastle er nú með fjórtán stig í fimmtánda sæti deildarinnar en West Brom er á botninum með ellefu stig. Michael Owen var í byrjunarliði Newcastle í dag.Nordic Photos / Getty ImagesChelsea - Newcastle0-0 Ashley Cole, Joe Cole og Frank Lampard voru allir í byrjunarliði Chelsea í dag en allir misstu þeir af landsleik Englands og Þýskalands í vikunni. Petr Cech var kominn á milli stanganna á ný hjá Chelsea.Michael Owen var sömuleiðis í byrjunarliðinu á nýjan leik og þurfti Shola Ameobi að víkja fyrir hann. Danny Guthrie kom einnig inn fyrir Joey Barton sem er meiddur.Chelsea hafði þó nokkra yfirburði í fyrri hálfleik en tókst þó aldrei að skora eða skapa sér algert dauðafæri.Þegar boltinn fór loksins yfir línuna í upphafi síðari hálfleiks var markið dæmt ólöglegt vegna rangstöðu. Florent Malouda átti skot að marki sem Shay Given varði en Joe Cole náði að fylgja því eftir og koma boltanum í markið. Cole var hins vegar dæmdur rangstæður og leiknum lauk með markalausu jafntefli.Fernando Torres náði ekki að skora fyrir Liverpool í dag.Nordic Photos / Getty ImagesLiverpool - Fulham0-0 Fernando Torres var í byrjunarliði Liverpool en Lucas Leiva kom inn fyrir Xabi Alonso. Alvaro Arbeloa kom einnig í byrjunarliðið á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann og fór því Jamie Carragher aftur í stöðu miðvarðar á kostnað Sami Hyypia.Roy Hodgson stillti upp sama byrjunarliði og vann 2-1 sigur á Tottenham um síðustu helgi.Leikurinn byrjaði heldur rólega en Andy Johnson komst nokkuð nálægt því að skora fyrir gestina eftir um 30 mínútna leik en Robbie Keane komst einnig í gottfæri en markvörður Fulham var vel á verði.Bobby Zamora lagði svo upp fínt skotfæri fyrir Jimmy Bullard en Pepe Reina varði vel frá honum.Liverpool átti mun meira í síðari hálfleik en tókst þó þrátt fyrir allt ekki að skora. Mark Schwarzer í marki Boro stóð fyrir sínu en hann varði vel frá Dirk Kuyt undir lok leiksins. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli.Robinho og félagar fóru illa með Robin van Persie og leikmenn Arsenal í dag.Nordic Photos / Getty ImagesManchester City - Arsenal3-0 1-0 Stephen Ireland (45.) 2-0 Robinho (56.) 3-0 Daniel Sturridge, víti (90.) Eins og búist var við var William Gallas ekki í leikmannahópi Arsenal í dag eftir ummælin sem hann lét hafa eftir sér í vikunni þar sem hann gagnrýndi samherja sína harkalega. Manuel Almunia tók við fyrirliðabandinu af honum.Emmanuel Adebayor var sömuleiðis fjarverandi úr leikmannahópi Arsenal vegna meiðsla, sem og Theo Walcott og Bacary Sagna. Cesc Fabregas tók út leikbann í dag. Inn fyrir þá komu þeir Gavin Hoyte, Johan Djourou, Alex Song og Robin van Persie.Ein breyting var á byrjunarliði City frá síðasta leik en Richard Dunne kom inn fyrir Tal Ben-Haim.Leikurinn var nokkuð rólegur framan af en það voru gestirnir frá Lundúnum sem fengu fyrsta færi leiksins. Samir Nasri tók aukaspyrnu að marki sem Joe Hart markvörður átti erfitt með að halda. Nicklas Bendtner lagði boltann fyrir Alex Song en skot hans fór framhjá.En það var undir lok fyrri hálfleiksins sem fyrsta mark dagsins kom í leiknum. Heldur mikill klaufagangur í varnarleik Arsenal varð til þess að Stephen Ireland fékk boltann á silfurfati og átti ekki í vandræðum með að skila knettinum í netið.Til að strá salti í sár Arsenal komust heimamenn í 2-0 forystu snemma í síðari hálfleiks. Shaun Wright-Phillips tók fínan sprett upp miðjan völlinn og stakk boltanum inn fyrir vörn Arsenal þar sem Robinho var mættur og lyfti boltanum yfir Almunia í markinu.Van Persie náði svo að koma boltanum í netið en var dæmdur brotlegur fyrir að sparka boltann úr höndum Joe Hart.Það gekk því lítið upp fyrir Arsenal sem mátti svo sætta sig við að fá eitt mark til viðbótar á sig. Vítaspyrna var dæmd á Djourou fyrir brot á Daniel Sturridge sem skoraði sjálfur úr vítinu.Johan Elmander var á skotskónum fyrir Bolton í dag.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Bolton 1-3 0-1 Grétar Rafn Steinsson (8.) 0-2 Matthew Taylor (10.) 1-2 Emanuel Pogatetz (77.) 1-3 Johan Elmander (78.) Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem mætti Middlesbrough sem var ósigrað í fimm leikjum í röð fyrir leiki dagsins. Hann var ekki lengi að láta til sín taka en Grétar kom Bolton yfir eftir aðeins átta mínútna leik.Bolton fékk aukaspyrnu sem Matt Taylor tók. Grétar náði að skalla boltann á fjarstönginni en hann fór inn í markið af Kevin Davies. Grétar fékk þó markið skráð á sig.Aðeins tveimur mínútu síðar var Taylor sjálfur að verki eftir undirbúning Grétars. Taylor lék á einn varnarmann Boro og þrumaði knettinum í netið.En leikmenn Boro létu til sín taka aðeins andartökum síðar og voru óheppnir að minnka ekki muninn er skoti Gary O'Neill var bjargað á línu.Boro náði þó ekki að minnka muninn í fyrri hálfleik. Í upphafi þess síðari fékk Afonso Alves aukaspyrnu á hættulegum stað en boltinn fór langt fram hjá markinu.Undir lok leiksins náði svo Boro loksins að minnka muninn er Emanuel Pogatetz náði að koma boltanum í markið eftir klafs í teignum. En aðeins mínútu síðar jók Bolton aftur muninn í tvö mörk er Johan Elmander skoraði með góðu skoti og tryggði gestunum góðan sigur.Markaskorarar Portsmouth, þeir Glen Johnson og Peter Crouch, fagna marki þess síðarnefnda í dag.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Hull 2-21-0 Peter Crouch (20.) 1-1 Michael Turner (54.) 2-1 Glen Johnson (63.) 2-2 Noe Pamarot, sjálfsmark (89.)Hermann Hreiðarsson var á varamannabekk Portsmouth í dag en Tony Adams, stjóri liðsins, gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu. Jermain Defoe og Lassana Diarra eiga við meiðsli að stríða og þeir John Utaka og Richard Hughes komu inn fyrir þá.Byrjunarlið Hull var óbreytt frá því að liðið gerði jafntefli við Manchester City í síðasta leik.Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem Boaz Myhill, markvörður Hull, þurfti að hafa sig allan við að verja skalla Papa Bouba Diop. Hann varði boltann í slána sem skoppaði svo af marklínunni.Portsmouth hélt áfram að sækja eftir þetta en bæði Diop og Peter Crouch átti fín færi á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.Það kom því fáum á óvart þegar að fyrsta markið kom loksins en Crouch var þar að verki. Johnson átti skot að marki sem breytti um stefnu á varnarmanni og barst fyrir fætur Younes Kaboul. Hann lagði boltann fyrir markið þar sem Crouch var mættur og skallaði í netið af stuttu færi.Diop fékk svo algert dauðafæri örfáum mínútum síðar eftir fyrirgjöf Crouch en tókst að missa marks af stuttu færi.Hull náði svo að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks er liðið fékk hornspyrnu. Kamil Zayette framlengdi sendinguna áfram inn í teig þar sem Michael Turner var mættur á fjarstöng og skallaði knöttinn í netið.Hull var svo nálægt því að komast yfir en David James, markvörður Portsmouth var vel á verði.Glen Johnson kom svo Portsmouth aftur yfir með stórglæsilegu marki. Boltinn var hreinsaður úr vörn Hull en Johnson tók boltann niður með bringunni og þrumaði knettinum viðstöðulaust í efra markhornið vinstra megin. Sannarlega stórglæsilegt mark.En það reyndist ekki nóg. Gamli refurinn Dean Windass og Noe Pamarot börðust um boltann eftir hornspyrnu sem lauk með því að boltinn fór af þeim síðarnefnda og í markið. Það var því skráð sem sjálfsmark og niðurstaðan jafntefli.Dave Kitson þurfti að fara snemma meiddur af velli í leiknum í dag.Nordic Photos / Getty ImagesStoke - West Brom 1-01-0 Mamady Sidebe (84.)Ricardo Fuller tók út leikbann í liði Stoke í dag og Dave Kitson tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Chris Brunt og Do-Heon Kim komu inn í byrjunarlið WBA fyrir þá Roman Bednar og James Morrison.Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en Tom Soares fékk tvö ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks en í bæði skiptin var Scott Carson vel á verði í marki gestanna.En það var svo Mamady Sidibe sem náði að tryggja heimamönnum sigurinn með góðu marki úr skalla eftir laglegan samleik sóknarmanna Stoke. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Arsenal tapaði í dag sínum fimmta leik í ensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði fyrir Manchester City á útivelli, 3-0. Ekkert lið hefur unnið enska meistaratitilinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað meira en fimm leikjum á leiktíðinni og verður því að teljast ansi ólíklegt að Arsenal muni láta mikið til sín taka í toppbaráttunni þó svo að enn sé mikið eftir af tímabilinu. Þetta var annað tap Arsenal í röð á tímabilinu eftir að liðið vann tvo leiki í röð í upphafi mánaðarins, gegn Manchester United og Wigan. Það er þó ef til vill bót í máli fyrir Arsenal að bæði Chelsea og Liverpool unnu ekki sína leiki í dag. Bæði gerðu þau markalaus jafntefli í sínum leikjum en eru þó enn langefst á toppi deildarinnar með 33 stig, níu stigum á undan Manchester United sem á leik til góða og tíu stigum á undan Arsenal. Grétar Rafn Steinsson skoraði eitt mark fyrir Bolton sem vann 3-1 útisigur á Middlesbrough og þá vann Stoke góðan 1-0 sigur á West Brom. Portsmouth og Hull gerðu svo 2-2 jafntefli. Hull er í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig og Portsmouth í því áttunda með nítján. Middlesbrough er svo í tíunda sæti með átján stig.Bolton er í ellefta sæti deildarinnar með sautján stig, rétt eins og Stoke og Manchester City. Newcastle er nú með fjórtán stig í fimmtánda sæti deildarinnar en West Brom er á botninum með ellefu stig. Michael Owen var í byrjunarliði Newcastle í dag.Nordic Photos / Getty ImagesChelsea - Newcastle0-0 Ashley Cole, Joe Cole og Frank Lampard voru allir í byrjunarliði Chelsea í dag en allir misstu þeir af landsleik Englands og Þýskalands í vikunni. Petr Cech var kominn á milli stanganna á ný hjá Chelsea.Michael Owen var sömuleiðis í byrjunarliðinu á nýjan leik og þurfti Shola Ameobi að víkja fyrir hann. Danny Guthrie kom einnig inn fyrir Joey Barton sem er meiddur.Chelsea hafði þó nokkra yfirburði í fyrri hálfleik en tókst þó aldrei að skora eða skapa sér algert dauðafæri.Þegar boltinn fór loksins yfir línuna í upphafi síðari hálfleiks var markið dæmt ólöglegt vegna rangstöðu. Florent Malouda átti skot að marki sem Shay Given varði en Joe Cole náði að fylgja því eftir og koma boltanum í markið. Cole var hins vegar dæmdur rangstæður og leiknum lauk með markalausu jafntefli.Fernando Torres náði ekki að skora fyrir Liverpool í dag.Nordic Photos / Getty ImagesLiverpool - Fulham0-0 Fernando Torres var í byrjunarliði Liverpool en Lucas Leiva kom inn fyrir Xabi Alonso. Alvaro Arbeloa kom einnig í byrjunarliðið á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann og fór því Jamie Carragher aftur í stöðu miðvarðar á kostnað Sami Hyypia.Roy Hodgson stillti upp sama byrjunarliði og vann 2-1 sigur á Tottenham um síðustu helgi.Leikurinn byrjaði heldur rólega en Andy Johnson komst nokkuð nálægt því að skora fyrir gestina eftir um 30 mínútna leik en Robbie Keane komst einnig í gottfæri en markvörður Fulham var vel á verði.Bobby Zamora lagði svo upp fínt skotfæri fyrir Jimmy Bullard en Pepe Reina varði vel frá honum.Liverpool átti mun meira í síðari hálfleik en tókst þó þrátt fyrir allt ekki að skora. Mark Schwarzer í marki Boro stóð fyrir sínu en hann varði vel frá Dirk Kuyt undir lok leiksins. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan markalaust jafntefli.Robinho og félagar fóru illa með Robin van Persie og leikmenn Arsenal í dag.Nordic Photos / Getty ImagesManchester City - Arsenal3-0 1-0 Stephen Ireland (45.) 2-0 Robinho (56.) 3-0 Daniel Sturridge, víti (90.) Eins og búist var við var William Gallas ekki í leikmannahópi Arsenal í dag eftir ummælin sem hann lét hafa eftir sér í vikunni þar sem hann gagnrýndi samherja sína harkalega. Manuel Almunia tók við fyrirliðabandinu af honum.Emmanuel Adebayor var sömuleiðis fjarverandi úr leikmannahópi Arsenal vegna meiðsla, sem og Theo Walcott og Bacary Sagna. Cesc Fabregas tók út leikbann í dag. Inn fyrir þá komu þeir Gavin Hoyte, Johan Djourou, Alex Song og Robin van Persie.Ein breyting var á byrjunarliði City frá síðasta leik en Richard Dunne kom inn fyrir Tal Ben-Haim.Leikurinn var nokkuð rólegur framan af en það voru gestirnir frá Lundúnum sem fengu fyrsta færi leiksins. Samir Nasri tók aukaspyrnu að marki sem Joe Hart markvörður átti erfitt með að halda. Nicklas Bendtner lagði boltann fyrir Alex Song en skot hans fór framhjá.En það var undir lok fyrri hálfleiksins sem fyrsta mark dagsins kom í leiknum. Heldur mikill klaufagangur í varnarleik Arsenal varð til þess að Stephen Ireland fékk boltann á silfurfati og átti ekki í vandræðum með að skila knettinum í netið.Til að strá salti í sár Arsenal komust heimamenn í 2-0 forystu snemma í síðari hálfleiks. Shaun Wright-Phillips tók fínan sprett upp miðjan völlinn og stakk boltanum inn fyrir vörn Arsenal þar sem Robinho var mættur og lyfti boltanum yfir Almunia í markinu.Van Persie náði svo að koma boltanum í netið en var dæmdur brotlegur fyrir að sparka boltann úr höndum Joe Hart.Það gekk því lítið upp fyrir Arsenal sem mátti svo sætta sig við að fá eitt mark til viðbótar á sig. Vítaspyrna var dæmd á Djourou fyrir brot á Daniel Sturridge sem skoraði sjálfur úr vítinu.Johan Elmander var á skotskónum fyrir Bolton í dag.Nordic Photos / Getty ImagesMiddlesbrough - Bolton 1-3 0-1 Grétar Rafn Steinsson (8.) 0-2 Matthew Taylor (10.) 1-2 Emanuel Pogatetz (77.) 1-3 Johan Elmander (78.) Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem mætti Middlesbrough sem var ósigrað í fimm leikjum í röð fyrir leiki dagsins. Hann var ekki lengi að láta til sín taka en Grétar kom Bolton yfir eftir aðeins átta mínútna leik.Bolton fékk aukaspyrnu sem Matt Taylor tók. Grétar náði að skalla boltann á fjarstönginni en hann fór inn í markið af Kevin Davies. Grétar fékk þó markið skráð á sig.Aðeins tveimur mínútu síðar var Taylor sjálfur að verki eftir undirbúning Grétars. Taylor lék á einn varnarmann Boro og þrumaði knettinum í netið.En leikmenn Boro létu til sín taka aðeins andartökum síðar og voru óheppnir að minnka ekki muninn er skoti Gary O'Neill var bjargað á línu.Boro náði þó ekki að minnka muninn í fyrri hálfleik. Í upphafi þess síðari fékk Afonso Alves aukaspyrnu á hættulegum stað en boltinn fór langt fram hjá markinu.Undir lok leiksins náði svo Boro loksins að minnka muninn er Emanuel Pogatetz náði að koma boltanum í markið eftir klafs í teignum. En aðeins mínútu síðar jók Bolton aftur muninn í tvö mörk er Johan Elmander skoraði með góðu skoti og tryggði gestunum góðan sigur.Markaskorarar Portsmouth, þeir Glen Johnson og Peter Crouch, fagna marki þess síðarnefnda í dag.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Hull 2-21-0 Peter Crouch (20.) 1-1 Michael Turner (54.) 2-1 Glen Johnson (63.) 2-2 Noe Pamarot, sjálfsmark (89.)Hermann Hreiðarsson var á varamannabekk Portsmouth í dag en Tony Adams, stjóri liðsins, gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu. Jermain Defoe og Lassana Diarra eiga við meiðsli að stríða og þeir John Utaka og Richard Hughes komu inn fyrir þá.Byrjunarlið Hull var óbreytt frá því að liðið gerði jafntefli við Manchester City í síðasta leik.Leikurinn byrjaði fjörlega þar sem Boaz Myhill, markvörður Hull, þurfti að hafa sig allan við að verja skalla Papa Bouba Diop. Hann varði boltann í slána sem skoppaði svo af marklínunni.Portsmouth hélt áfram að sækja eftir þetta en bæði Diop og Peter Crouch átti fín færi á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.Það kom því fáum á óvart þegar að fyrsta markið kom loksins en Crouch var þar að verki. Johnson átti skot að marki sem breytti um stefnu á varnarmanni og barst fyrir fætur Younes Kaboul. Hann lagði boltann fyrir markið þar sem Crouch var mættur og skallaði í netið af stuttu færi.Diop fékk svo algert dauðafæri örfáum mínútum síðar eftir fyrirgjöf Crouch en tókst að missa marks af stuttu færi.Hull náði svo að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks er liðið fékk hornspyrnu. Kamil Zayette framlengdi sendinguna áfram inn í teig þar sem Michael Turner var mættur á fjarstöng og skallaði knöttinn í netið.Hull var svo nálægt því að komast yfir en David James, markvörður Portsmouth var vel á verði.Glen Johnson kom svo Portsmouth aftur yfir með stórglæsilegu marki. Boltinn var hreinsaður úr vörn Hull en Johnson tók boltann niður með bringunni og þrumaði knettinum viðstöðulaust í efra markhornið vinstra megin. Sannarlega stórglæsilegt mark.En það reyndist ekki nóg. Gamli refurinn Dean Windass og Noe Pamarot börðust um boltann eftir hornspyrnu sem lauk með því að boltinn fór af þeim síðarnefnda og í markið. Það var því skráð sem sjálfsmark og niðurstaðan jafntefli.Dave Kitson þurfti að fara snemma meiddur af velli í leiknum í dag.Nordic Photos / Getty ImagesStoke - West Brom 1-01-0 Mamady Sidebe (84.)Ricardo Fuller tók út leikbann í liði Stoke í dag og Dave Kitson tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Chris Brunt og Do-Heon Kim komu inn í byrjunarlið WBA fyrir þá Roman Bednar og James Morrison.Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill en Tom Soares fékk tvö ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks en í bæði skiptin var Scott Carson vel á verði í marki gestanna.En það var svo Mamady Sidibe sem náði að tryggja heimamönnum sigurinn með góðu marki úr skalla eftir laglegan samleik sóknarmanna Stoke.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira