Enski boltinn

Beckham til Englands á ný?

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá því í dag að enski landsliðsmaðurinn David Beckham hafi áhuga á að ganga í raðir liðs í ensku úrvalsdeildinni.

Svo gæti farið að tímabilið kláraðist eftir tvær vikur hjá LA Galaxy og þá eru ekki eftir nema um tveir æfingaleikir á dagskrá hjá liðinu allar götur fram í apríl á næsta ári.

Það myndi væntanlega minnka verulega líkurnar á því að kappinn gæti haldið sæti sínu í landsliðshóp Fabio Capello, jafnvel þó hann fengi að æfa með Arsenal líkt og hann gerði á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×