Enski boltinn

Cattermole sektaður fyrir óspektir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cattermole í baráttu við Robinho, leikmann Manchester City.
Cattermole í baráttu við Robinho, leikmann Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Lee Cattermole, leikmaður Wigan, var um helgina sektaður af lögreglu fyrir óspektir fyrir utan skemmtistað í heimabæ sínum, Stockton, sem er nærri Middlesbrough.

Þetta staðfesti Wigan í yfirlýsingu á heimasíðu og mun félagið rannsaka atvikið. Ekki er ólíklegt að Cattermole verði beittur viðurlögum af félaginu sjálfu.

Cattermole gekk í raðir Wigan frá Middlesbrough nú í sumar og hefur leikið tólf leiki á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×