Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun 8. október 2008 03:00 Pétur þór Fyrir ári hefði uppboðssalurinn verið fullur af íslendingum og bitist um verkin. „Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali. Pétur Þór var staddur á uppboði í Kaupmannahöfn og sleginn yfir dræmum viðtökum en í gær voru boðin upp, hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen, fjögur mjög frambærileg verk eftir fjóra af fremstu listamönnum íslenskrar listasögu: Júlíönnu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Þorvald Skúlason. Aðeins verkið eftir Þorvald seldist og töluvert undir mati. Það fór á 42 þúsund danskar en var metið á 50. (Samkvæmt gengi gærdagsins eru það 770 þúsund ÍSK.) verk eftir þorvald Þetta verk, eitt íslensku verkanna, seldist á uppboði í gær og vel undir mati. „Einhver bauð 24 þúsund í Ásgrím og 18 þúsund voru boðnar í verk Júlíönnu sem metið var á 40. Þetta náttúrlega endurspeglar þetta hrun. Eitthvað gengisfall er á íslensku listinni líka.“ Pétur segir enga leið að sjá sambærileg kreppumerki á listaverkum annarra en þeirra íslensku. „Cobra myndir voru slegnar hér í gær [á mánudag] og þar voru myndir að fara á milljónir.“ Athyglisvert er að fyrir rúmu ári var verk eftir Kjarval, Hvítasunnudagur, sleginn á 25 milljónir með öllu. Það verk er í eigu Landsbankans í dag.- jbg
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira