Erlent

Danir banna reykingar á veitingastöðum

Danir ætla að banna reykingar á öllum veitingastöðum.
Danir ætla að banna reykingar á öllum veitingastöðum.

Búast má við að reykingar verði bannaðar á öllum veitingastöðum í Danmörku innan fárra mánaða. Tæpt ár er síðan að ný reykingalög tóku gildi þar í landi. Fulltrúar Venstre eru nú með frumvarp í smíðum sem felur í sér enn meiri hömlur á reykingamenn, þannig að bann verður lagt við reykingum á öllum veitingastöðum.

Samkvæmt núgildandi löggjöf er heimilt að reykja á veitingastöðum sem eru minni en 40 fermetrar að stærð. Þingkona Venstre gagnrýnir þetta fyrirkomulag og telur eðlilegt að banna reykingar á litlum veitingastöðum líkt og stórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×