Enski boltinn

Ramos hefur áhuga á að snúa aftur til Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Juande Ramos.
Juande Ramos.

Spánverjinn Juande Ramos segist hafa áhuga á því að snúa aftur í knattspyrnustjórn í ensku úrvalsdeildinni. Hann var rekinn frá Tottenham í síðasta mánuði en liðið vann 21 af 54 leikjum undir hans stjórn.

Ramos varð hetja í augum stuðningsmanna Tottenham í febrúar þegar hann batt enda á níu ár án titils hjá félaginu með sigri í deildabikarnum. En hann breyttist í skúrk í upphafi núverandi tímabils og var látinn taka pokann sinn.

„Ég er fyrsti spænski knattspyrnustjórinn til að landa titli á Wembley. Það er nokkuð sem ég er virkilega stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri sem Tottenham hefur gefið mér," sagði Ramos.

„Það er frábært að vera í ensku úrvalsdeildinni og ef rétta tækifærið gefst mun ég snúa aftur. Ég yfirgaf Sevilla til að koma hingað en því miður gengu hlutirnir ekki eins vel og ég vonaði," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×