Kosningasvindl á Hæðinni 3. maí 2008 15:55 Hver tölva hefur svokallað IP númer sem skráist inn í vefkerfi við kosningu. MYND/Getty Images Tölvudeild 365 hefur komist að töluverðu kosningasvindli á Vísi í vali á fallegasta rýminu á Hæðinni. Þannig hafa nokkrar svokallaðar IP tölur kosið mörgum sinnum sama parið. IP tala er einhverskonar einkennisnúmer á hverja tölvu sem á einungis að geta kosið einu sinni. Dæmi eru um í kosningunni á Hæðinni að ein IP tala hafi kosið mörg hundruð sinnum á dag í kosningunni. Hjalti Egilsson vefstjóri 365 segir að málið hafi verið skoðað eftir að bera fór á töluverðu misræmi á milli niðurstöðu dómnefndar, umræðu á bloggum og úrslitum kosninganna. Í ljós hafi komið að nokkrar IP tölur hafi kosið ítrekað sama parið. Ávallt sé fylgst með því sem gerist í kosningum á Vísi og gripið í taumana ef grunur leiki á að verið sé að misnota kerfið. Sá möguleiki sé þó alltaf til staðar á netinu og þess vegna séu kosningar af þessu tagi skoðaðar reglulega. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri þáttanna segir að ómögulegt hafi verið að vita af svindlinu. Hin pörin hafi þó bent á að ekki væri allt með felldu; „Það var líka ótrúlegt að sama parið væri alltaf að fá flest atkvæði á Vísi. Það var ekki í samræmi við kosningu sem við vorum með á vef Stöðvar 2." Hrafnhildur bendir á að kosningin á Vísi eða öðrum netmiðlum hafi ekkert vægi í úrslitaþættinum, hún hafi einungis verið sett upp til gamans fyrir lesendur. Úrslitin ráðist með símakosningu sem hófst eftir þáttinn á fimmtudag og stendur fram að því að tilkynnt verður um sigurvegarann. Úrslitaþátturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi fimmtudagskvöld. En nánari upplýsingar um þættina og pörin má finna hér ásamt spjalli og upplýsingum um rýmin og hluti í þeim. Hæðin - efni Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Tölvudeild 365 hefur komist að töluverðu kosningasvindli á Vísi í vali á fallegasta rýminu á Hæðinni. Þannig hafa nokkrar svokallaðar IP tölur kosið mörgum sinnum sama parið. IP tala er einhverskonar einkennisnúmer á hverja tölvu sem á einungis að geta kosið einu sinni. Dæmi eru um í kosningunni á Hæðinni að ein IP tala hafi kosið mörg hundruð sinnum á dag í kosningunni. Hjalti Egilsson vefstjóri 365 segir að málið hafi verið skoðað eftir að bera fór á töluverðu misræmi á milli niðurstöðu dómnefndar, umræðu á bloggum og úrslitum kosninganna. Í ljós hafi komið að nokkrar IP tölur hafi kosið ítrekað sama parið. Ávallt sé fylgst með því sem gerist í kosningum á Vísi og gripið í taumana ef grunur leiki á að verið sé að misnota kerfið. Sá möguleiki sé þó alltaf til staðar á netinu og þess vegna séu kosningar af þessu tagi skoðaðar reglulega. Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri þáttanna segir að ómögulegt hafi verið að vita af svindlinu. Hin pörin hafi þó bent á að ekki væri allt með felldu; „Það var líka ótrúlegt að sama parið væri alltaf að fá flest atkvæði á Vísi. Það var ekki í samræmi við kosningu sem við vorum með á vef Stöðvar 2." Hrafnhildur bendir á að kosningin á Vísi eða öðrum netmiðlum hafi ekkert vægi í úrslitaþættinum, hún hafi einungis verið sett upp til gamans fyrir lesendur. Úrslitin ráðist með símakosningu sem hófst eftir þáttinn á fimmtudag og stendur fram að því að tilkynnt verður um sigurvegarann. Úrslitaþátturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi fimmtudagskvöld. En nánari upplýsingar um þættina og pörin má finna hér ásamt spjalli og upplýsingum um rýmin og hluti í þeim.
Hæðin - efni Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira